Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
Jón Daði: Dreymdi um þessa byrjun
Gústi Gylfa: Sást í augum leikmanna að menn vildu vinna
Óli Íshólm: Get ekki verið að tittlingast með þeim en get þetta
Arnar Grétars: Eins og að lifa Groundhog day aftur og aftur
   fim 14. september 2023 23:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Guðmunds: Það verða áfram spiluð stuðningsmannalög annarra félaga
Kvenaboltinn
Þjálfarinn Kristján Guðmundsson.
Þjálfarinn Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristja? er ánægður með þann stað sem liðið hans er á í dag.
Kristja? er ánægður með þann stað sem liðið hans er á í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Svo mikill verkur að Gunnhildur gat ekki klárað leikinn.
Svo mikill verkur að Gunnhildur gat ekki klárað leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er komið eitthvað þema í hópnum að spila stuðningsmannalög sem flestra félaga, búið að vera þannig síðustu vikuna á meðan við vorum í Meistaradeildinni og stelpurnar halda áfram að gleðjast saman með þessum lögum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Val í kvöld.

Kristján var spurður hvers vegna stuðningsmannalag ÍBV væri í spilun inni í Stjörnuklefanum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrra sem gaf liðinu þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar sem liðið tók þátt í á dögunum. Með sigrinum er liðið komið upp í 2. sæti deildarinnar.

„Eins og staðan er núna, þegar þrír leikir eru eftir þá erum við aðeins á undan, en þetta er mjög jafnt og liðin eru góð. Ég spái því að það eigi eftir að gerast ýmislegt þangað til að yfir lýkur."

Kristján ræddi aðeins um ferðina til Hollands og leikinn í kvöld gegn Val.

„Þetta var fínn leikur miðað við að bæði lið voru að koma úr Evrópukeppni þar sem þau spiluðu í 35 gráðu hita. Fram að markinu voru sóknirnar ekki búnar að vera nógu beittar, en þarna hittum við á það og gerðum það sem við vildum gera. Við fengum alveg dauðafæri í seinni til að afgreiða þetta og sem betur fer kostaði það okkur ekki."

Stjarnan hefur unnið fimm deildarleiki í röð og Kristján er ánægður með stöðuna.

„Mjög vel gert hjá liðinu að enda í 3. sæti í lok mótsins eftir að hafa verið um miðja deild. Núna er liðið búið að vinna sér það inn að eiga möguleika á að þrýsta enn meira á efstu sætin. Þau voru komin svo langt á undan okkur að maður bjóst ekkert við að maður kæmist í tæri við þau," sagði Kristján.

Ein blikkandi rauð sem kláraði leikinn
Hann gerði þrjár breytingar frá seinni Meistaradeildarleiknum.

„Við vorum að dreifa álaginu á þær sem voru orðnar blikkandi rauðar. Meira að segja var ein sem er blikkandi rauð og kláraði leikinn sem er kannski ekki alveg nógu gott. Skiptingarnar voru til að dreifa því álagi."

Gunnhildur Yrsa fór meidd af velli í leiknum. Í litakóða Kristjáns, hvaða litur er á Gunnhildi?

„Það eru smá meiðsli á henni, hún var ekki rauð, bara smá meiðsli - of mikill verkur. Það er ekkert sem skemmir, hún náði að klára þessar 40 mínútur."

Lögin spiluð áfram
Framundan er einn deildarleikur og svo landsleikjahlé. Er það slæmt verandi á svona góðu skriði?

„Það er bara fínt, fáum tvo daga á milli núna og spilum á sunnudag. Svo er bara fínt að fá smá hlé. Þeim finnst gaman að fara og hitta landsliðsstelpurnar. Þar geta þær skemmt sér og spilað saman. Við erum í góðu standi og það verða spiluð stuðningsmannalög annarra félaga áfram eftir tvær vikur hjá okkur," sagði Kristján léttur að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner