De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 14. september 2023 23:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristján Guðmunds: Það verða áfram spiluð stuðningsmannalög annarra félaga
Kvenaboltinn
Þjálfarinn Kristján Guðmundsson.
Þjálfarinn Kristján Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristja? er ánægður með þann stað sem liðið hans er á í dag.
Kristja? er ánægður með þann stað sem liðið hans er á í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Svo mikill verkur að Gunnhildur gat ekki klárað leikinn.
Svo mikill verkur að Gunnhildur gat ekki klárað leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er komið eitthvað þema í hópnum að spila stuðningsmannalög sem flestra félaga, búið að vera þannig síðustu vikuna á meðan við vorum í Meistaradeildinni og stelpurnar halda áfram að gleðjast saman með þessum lögum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Val í kvöld.

Kristján var spurður hvers vegna stuðningsmannalag ÍBV væri í spilun inni í Stjörnuklefanum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 Valur

Stjarnan endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrra sem gaf liðinu þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar sem liðið tók þátt í á dögunum. Með sigrinum er liðið komið upp í 2. sæti deildarinnar.

„Eins og staðan er núna, þegar þrír leikir eru eftir þá erum við aðeins á undan, en þetta er mjög jafnt og liðin eru góð. Ég spái því að það eigi eftir að gerast ýmislegt þangað til að yfir lýkur."

Kristján ræddi aðeins um ferðina til Hollands og leikinn í kvöld gegn Val.

„Þetta var fínn leikur miðað við að bæði lið voru að koma úr Evrópukeppni þar sem þau spiluðu í 35 gráðu hita. Fram að markinu voru sóknirnar ekki búnar að vera nógu beittar, en þarna hittum við á það og gerðum það sem við vildum gera. Við fengum alveg dauðafæri í seinni til að afgreiða þetta og sem betur fer kostaði það okkur ekki."

Stjarnan hefur unnið fimm deildarleiki í röð og Kristján er ánægður með stöðuna.

„Mjög vel gert hjá liðinu að enda í 3. sæti í lok mótsins eftir að hafa verið um miðja deild. Núna er liðið búið að vinna sér það inn að eiga möguleika á að þrýsta enn meira á efstu sætin. Þau voru komin svo langt á undan okkur að maður bjóst ekkert við að maður kæmist í tæri við þau," sagði Kristján.

Ein blikkandi rauð sem kláraði leikinn
Hann gerði þrjár breytingar frá seinni Meistaradeildarleiknum.

„Við vorum að dreifa álaginu á þær sem voru orðnar blikkandi rauðar. Meira að segja var ein sem er blikkandi rauð og kláraði leikinn sem er kannski ekki alveg nógu gott. Skiptingarnar voru til að dreifa því álagi."

Gunnhildur Yrsa fór meidd af velli í leiknum. Í litakóða Kristjáns, hvaða litur er á Gunnhildi?

„Það eru smá meiðsli á henni, hún var ekki rauð, bara smá meiðsli - of mikill verkur. Það er ekkert sem skemmir, hún náði að klára þessar 40 mínútur."

Lögin spiluð áfram
Framundan er einn deildarleikur og svo landsleikjahlé. Er það slæmt verandi á svona góðu skriði?

„Það er bara fínt, fáum tvo daga á milli núna og spilum á sunnudag. Svo er bara fínt að fá smá hlé. Þeim finnst gaman að fara og hitta landsliðsstelpurnar. Þar geta þær skemmt sér og spilað saman. Við erum í góðu standi og það verða spiluð stuðningsmannalög annarra félaga áfram eftir tvær vikur hjá okkur," sagði Kristján léttur að lokum. Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner