Ari Leifsson var í byrjunarliði Kolding þegar liðið mætti Koge í næst efstu deild í Danmörku í kvöld.
Kolding var með 1-0 forystu í hálfleik en Ari fékk að líta rauða spjaldið snemma í síðari hálfleik.
Stuttu síðar tókst Koge að jafna metin og þar við sat. 1-1 lokatölur. Kolding er í 5. sæti með 13 stig eftir níu leiki en Koge var að næla í sitt fyrsta stig og situr á botninum.
Elías Már Ómarsson spilaði tæpar 80 mínútur þegar NAC Breda lagði Sittard af velli í hollensku deildinni. Markið kom þegar fimm mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Breda er með sex stig í 9. sæti eftir fimm umferðir.
Birkir Bjarnason var ónotaður varamaður þegar Brescia vann Frosinone í ítölsku B deildinni 3-0. Brescia er á toppnum með 9 stig eftir fimm umferðir. Óttar Magnús Karlsson var einnig ónotaður varamaður þegar Spal lagði Sestri Levante 3-1 í ítölsku C deildinni. Spal er með eitt stig eftir fjórar umferðir en þrjú stig voru dregin af liðinu fyrir mótið.