Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 14. október 2020 21:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roberto Martinez: Óskum Íslandi alls hins besta í umspilinu
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, sat fyrir svörum á fréttamannafundi eftir sigur á Íslandi í dag.

Martinez var spurður út í hans sýna á leikinn. „Þetta var fínasti leikur, vel spilaður. Í fyrsta sinn sem þessar þjóðir spila þrjá leiki í einum glugga. Mér fannst við sjá það í þessum leik að álag var á hópunum."

„Í fyrri hálfleik fannst mér við byrja mjög vel en íslenska liðið jafnaði með því að nýta sitt færi mjög vel. Eftir það var leikurinn jafn fram að hálfleik. Í seinni stýrðum við leiknum og áttum sigurinn skilinn. Mér fannst íslenska liðið standa sig mjög vel."


Hvernig líst Martinez á riðilinn í kjölfar sigurs Danmerkur gegn Englandi?

„Þetta kemur ekki á óvart. Mér fannst danska liðið mjög gott lið. Þetta sýnir að riðilinn er mjög sterkur. Við eigum góða törn í nóvember þegar við mætum Englandi og Danmörku og við vitum að þetta verður krefjandi."

„Við óskum Íslandi alls hins besta í umspilinu. Mér fannst liðið spila sem mikil liðsheild og það er trú á því að liðið geti afrekað flotta lið. Ég er mjög hrifinn af öllum þremur mótherjunum sem við mætum í þessum riðli."


Að lokum var Martinez spurður hvort að þriggja miðvarða kerfi Íslands hafi komið honum eitthvað á óvart.

„Við höfðum þegar mætt Íslandi tvisvar sinnum með þriggja miðvarða kerfi. Svo það var ekki óvænt. Ég veit að venjulega spilar Ísland 4-4-2 með tvo miðverði. Það vantaði marga leikmenn hjá þeirra liði eins og hjá okkur. Mér fannst þjálfari Íslendinga ná að setja liðið vel upp miðað við leikmennina sem vantaði og liðið var mjög þétt í þessu kerfi sem gekk vel upp."

„Sveigjanleiki Íslands þegar kemur að leikkerfi er opið leyndarmál og mér fannst liðið spila mjög vel í kerfi sem liðið spilar ekki mjög oft,"
sagði Martinez.
Athugasemdir
banner
banner
banner