Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 14. október 2021 13:07
Fótbolti.net
Besti dómarinn dæmir bikarúrslitaleikinn
Jóhann Ingi Jónsson.
Jóhann Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Ingi Jónsson dæmir bikarúrslitaleik Víkings og ÍA á laugardaginn. Jóhann er 36 ára og þetta verður hans fyrsti bikarúrslitaleikur,

Jóhann var valinn dómari ársins 2021 af Fótbolta.net.

„Besta hrós sem dómari getur fengið er að vera eiginlega ekkert í umræðunni. Maður hefur varla heyrt talað um Jóhann Inga í gegnum sumarið. Þá er hann að taka réttar ákvarðanir og enginn er ósáttur," sagði Sverrir Mar Smárason í Innkastinu.

Það verða afskaplega reyndir menn með Jóhanni í teyminu á laugardag. Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon verða aðstoðardómarar og Erlendur Eiríksson verður fjórði dómari. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Viðar Helgason.

Leikur Víkings og ÍA verður klukkan 15:00 á Laugardalsvelli á laugardag.

Hvort liðið kemst áfram á miðvikudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner