Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 14. október 2021 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jói Kalli talar Víkinga upp en kemur einnig inn á veikleika þeirra
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Jói Kalli sáttur eftir sigur gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, ræddi við Fótbolta.net í dag. ÍA leikur til bikarúrslita á laugardag gegn Víkingi.

„Lokaspretturinn í deildinni var flottur og góður leikurinn gegn Keflavík í undanúrslitunum. Við erum bara brattir, vorum ekkert að hugsa um að komast bara í úrslitaleikinn, við erum komnir í hann til að vinna bikarinn," sagði Jói Kalli.

„Það er risastórt og það sem er mikilvægt fjárhagslega er Evrópukeppnin og spennandi verkefni ef menn komast í það. Númer eitt, tvö og þrjú er að það er titill í boði og það er risastórt. Við erum komnir í úrslitaleikinn til að tryggja knattspyrnufélagi ÍA titilinn og við munum gera allt sem við getum til þess að ná því."

Jói Kalli ræddi undirbúninginn fyrir leikinn og segir að þjálfarateymið hafi haft léttari æfingar í fyrri vikunni eftir undanúrslitin en hefðbundnari æfingar í þessari viku.

„Víkingar eru besta liðið á landinu og frábærlega mannaðir, með markahæsta manninn í Nikolaj Hansen og frábæra leiðtoga í Kára, Sölva og Halldóri Smára líka. Þetta er gríðarlega öflugt lið, líkamlega sterkir en samt með hraða. Þeir eru verðskuldað Íslandsmeistarar og Arnar er frábær þjálfari. Það breytir því ekki að við vitum um veikleika í Víkingsliðinu og þessir tveir leikir í deildinni voru að mínu mati mjög skemmtilegir."

„Þeir hafa átt í erfiðleikum með að brjóta okkur niður og skora mörk á okkur. Að sama skapi teljum við okkur geta nýtt okkur möguleika til þess að skora mörk á þá. Við munum keyra svolítið á veikleikana hjá þeim. Það er kannski erfiðara fyrir Kára og Sölva núna að æfa í tvær vikur og halda sér í toppstandi án þess að lenda í einhverjum meiðslum."

„Við erum alveg brattir að við getum unnið leikinn á okkar hátt þó svo að við búumst við að Víkingarnir verði meira með boltann. Það er ekki bara sú leið sem vinnur fyrir þig fótboltaleiki. Við ætlum að fara í þennan leik til að vinna hann,"
sagði Jói Kalli.

Hann var spurður út í gagnrýnina á sig fyrir að hafa farið til Tenerife í síðustu viku. Svör hans við þeirri og fleiri spurningum má sjá í spilaranum hér að ofan.
Hvernig fer Víkingur - Valur á sunnudagskvöld?
Athugasemdir
banner
banner