Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. október 2021 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeild kvenna: Öruggt hjá Arsenal og Lyon
Hollenska landsliðskonan Vivianne Miedema skoraði eitt mark fyrir Arsenal í kvöld.
Hollenska landsliðskonan Vivianne Miedema skoraði eitt mark fyrir Arsenal í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lyon komst á toppinn í D-riðli eftir stórsigur gegn Benfica í kvöld.

Leiknum lauk með 5-0 sigri franska félagsins. Staðan var 2-0 í hálfleik en þrjú mörk á 10 mínútna kafla í síðari hálfleik gerði útum leikinn.

Lyon er á toppnum með fullt hús stiga en Bayern Munchen er með fjögur stig eftir sigur á Hacken fyrr í dag. Benfica er með 1 stig í þriðja sæti en Hacken rekur lestina án stiga.

Arsenal vann sinn fyrsta sigur í keppninni í ár en liðið lagði Hoffenheim á heimavelli með fjórum mörkum gegn engu í C-riðli. Arsenal gerði útum leikinn strax í upphafi síðari hálfleik en staðan var 3-0 eftir rúmlega 50 mínútna leik.

Leah Williamsson negldi síðasta naglann í kistu Hoffenheim undir lok leiksins.

Arsenal W 4 - 0 Hoffenheim W
1-0 Kim Little ('21 , víti)
2-0 Tobin Heath ('45 )
3-0 Vivianne Miedema ('51 )
4-0 Leah Williamson ('86 )

Lyon W 5 - 0 SL Benfica W
1-0 Kadeisha Buchanan ('29 )
2-0 Damaris Berta Egurrola Wienke ('31 )
3-0 Melvine Malard ('53 )
4-0 Catarina Macario ('56 )
5-0 Kadeisha Buchanan ('63 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner