Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 14. október 2024 22:17
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Lucas: Fannst þetta mjög furðulegt allt saman
Icelandair
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Andri Lucas skorar annað mark Íslands í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Tyrklandi, 4-2, í B-deild Þjóðadeildar Evrópu á Laugardalsvelli í kvöld í gríðarlega fjörugum leik þar sem umdeild dómgæsla stal sviðsljósinu.


Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

„Við erum bara ótrúlega svekktir. Ekkert endilega lélegur leikur hjá okkur en bara of mörg mistök sem að verður til þess að við töpum þessum leik." Sagði Andri Lucas Guðjohnsen annar markaskorara Íslands eftir leik.

„Kannski er það ekkert eitthvað eitt. Við vorum mjög ofarlega á vellinum í fyrri og vildum pressa hátt. Halda þeim bara eins langt frá markinu og við gátum. Mér fannst við blanda vel 'low block-ini' og hápressunni í fyrri. Vorum kannski komnir of neðarlega í seinni. Við hefðum kannski átt að reyna ýta þeim aðeins til baka og nær markinu þeirra þegar þeir voru svona mikið með boltann." 

Dómarar leiksins settu sinn svip á leikinn. 

„Mér fannst hann alveg getað gefið okkur þetta víti. Núna þegar maður horfir til baka á þetta myndband þá finnst mér þetta vera víti, persónulega. Það er ekki ég sem að ræð, það er dómarinn og hann vildi ekki fara í VAR skjáinn og það er lítið hægt að gera í því." 

Miðað við setta línu í leiknum var mjög furðulegt að sjá dómara leiksins ekki vera sendan í VAR skjáinn. 

„Jú mér fannst þetta mjög furðulegt allt saman. Ég skil ekki alveg afhverju hann vildi ekki fara og skoða þetta allavega. Ég veit ekki hvaða samskipti áttu sér stað þarna milli dómarana og bara lítið hægt að gera í þessu sem leikmaður."

Eiður Smári Guðjohnsen, faðir Andra Lucas Guðjohnsen var í viðtali við breska fjölmiðla að mæra son sinn og taldi hann að Andri Lucas yrði jafnvel betri en hann sjálfur var. 

„Það er bara fyndið og gaman. Hann er nátturlega bara stór fótboltamaður og var sjálfur í þessum bransa. Hann fór sjálfur í viðtöl og spurður út í svona hluti en þetta er bara fyndið og skemmtilegt fannst mér." 

Nánar er rætt við Andra Lucas Guðjohnsen í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner