Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 14. október 2024 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir handlék boltann og vítaspyrna dæmd - Laugardalsvöllur kom til bjargar
Icelandair
Sverrir Ingi fékk dæmda vítaspyrnu á sig fyrir að handleika boltann
Sverrir Ingi fékk dæmda vítaspyrnu á sig fyrir að handleika boltann
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hakan Calhanoglu, leikmaður tyrkneska landsliðsins, fór illa að ráði sínu á vítapunktinum er hann gat jafnað metin gegn Íslandi á Laugardalsvelli.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  4 Tyrkland

Íslenska liðið átti frábæra frammistöðu í fyrri hálfleiknum en Tyrkirnir hafa komið sterkir inn í þann síðari.

Á 52. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu er Sverrir Ingi Ingason handlék boltann eftir skot Arda Güler. Dómari leiksins tók sér tvær sekúndur í að skoða VAR-skjáinn og var sannfærður um að þetta væri vítaspyrna.

Calhanoglu steig á punktinn og er hann ansi öruggur þar, en kraftaverkin gerast samt sem áður. Hann rann í hlaupi sínu að boltanum sem varð til þess að hann sparkaði tvisvar í boltann sem hafnaði í netinu. Ískaldur Laugardalsvöllur kom sér vel fyrir í þessu tiltekna atviki.

Markið var því dæmt af og óbein aukaspyrna dæmd. Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Íslands, fékk að líta gula spjaldið í mótmælum eftir vítaspyrnuna.


Athugasemdir
banner
banner
banner