Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
banner
   mán 14. október 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum rak Steina af æfingu
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari kvennalandsliðsins, Þorsteinn Halldórsson, var gestur Jóns Páls Pálmasonar í hlaðvarpsþættinum Tveggja Turna Tal.

Jón Páll spurði Steina hvort að Willum Þór Þórsson hefði rekið hann af æfingu og í vinnuna á sínum tíma. Willum var þjálfari Þróttar Reykjavíkur og Steini leikmaður liðsins.

„Já, það er rétt," sagði Steini og hló. „Þetta var í desember, '97 eða '98, þegar ég var hjá Þrótti. Þá vorum við að æfa í Sæviðarsundinu, á mölinni þar, og það var snjór yfir öllu. Þetta var á laugardagsmorgni og í eitt af fáum skiptum var vörutalning í vinnunni hjá mér, eina skiptið sem ég þurfti að vinna um helgar í þeirri vinnu. Ég kom til Willums fyrir æfingu og sagði við hann að ég væri í vinnunni í dag og þyrfti kannski að fara aðeins fyrr."

„Við byrjuðum að spila á æfingunni, snjófótbolti, og ég var með Willum í liði á æfingunni. Hitt liðið skorar, ég missi manninn bakvið mig, fór á blindu hliðina og skorar. Ég stóð ekki rétt og Willum skammar mig svakalega mikið fyrir það. Ég varð pirraður, sauð aðeins á mér. Svo mínútu seinna kemur mark þar sem Willum gerir nákvæmlega það sama."

„Þá baunaði ég aðeins á Willum og hann rauk upp og segir: „vilt þú ekki bara drífa þig í vinnuna?" Ég fór bara í vinnuna,"
sagði Steini.

„Willum var eftirminnilegur, skemmtilegur og tók sínar rokur. Við höfum oft velt því fyrir okkur hvort að á þingflokksfundum Framsóknarflokksins hann hafi einhvern tímann tekið hárblásarann, tekið ræðuna þar sem einhver hafi sagt eitthvað sem hafi kveikt í honum. Maður á ekki von á því, hans eðli er meira að æsa sig tengt íþróttum og keppni. Það væri alveg gaman að sjá eina hárblásararæðu á þingi þar sem hann verður virkilega reiður, en ég á ekki von á því að það gerist," sagði Steini í þættinum sem má nálgast hér að neðan.
Tveggja Turna Tal - Þorsteinn Halldórsson
Athugasemdir
banner
banner