Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 14. nóvember 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Son lagði upp í tapi gegn Mexíkó
Son er ekki með Covid.
Son er ekki með Covid.
Mynd: Getty Images
Jimenez og Antuna skoruðu báðir í kvöld.
Jimenez og Antuna skoruðu báðir í kvöld.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min var í byrjunarliði Suður-Kóreu sem mætti Mexíkó í kvöld og lagði stórstjarnan fyrsta mark leiksins upp.

Óljóst var hvort Kórea myndi mæta til leiks eftir að upp komst um smit í leikmannahópnum en að lokum var gefið grænt ljós og spilað æfingaleikinn.

Mexíkó var betra liðið stærsta hluta leiksins en náði ekki að jafna fyrr en Raul Jimenez skoraði á 67. mínútu. Þá tók við svakalegur kafli þar sem Mexíkó bætti tveimur mörkum við á þremur mínútum og staðan allt í einu orðin 3-1.

Kórea náði að minnka muninn undir lokin en það dugði ekki til og 3-2 sigur Mexíkó niðurstaðan.

U23 lið Kóreu tapaði þá fyrir Brasilíu eftir að hafa komist yfir snemma leiks. Lee Dong-gyeong skoraði fyrir Kóreu en klúðraði svo vítaspyrnu og svöruðu Brassarnir grimmilega fyrir sig.

Matheus Cunha, Rodrygo Goes og Reinier Jesus sáu um markaskorun Brasilíu en þetta eru allt miklar framtíðarstjörnur. Cunha er hjá Hertha Berlin á meðan Rodrygo og Reinier eru leikmenn Real Madrid.

Mexíkó 3 - 2 Suður-Kórea
0-1 U. Hwang ('20)
1-1 Raul Jimenez ('67)
2-1 Uriel Antuna ('69)
3-1 Carlos Salcedo ('70)
3-2 Kwon Kyung-won ('87)

Sádí-Arabía 3 - 0 Jamaíka
1-0 S. Al Dawsari ('10)
2-0 S. Al Shehri ('44)
3-0 F. Albirakan ('77)

Suður-Kórea U23 1 - 3 Brasilía U23
1-0 Lee Dong-gyeong ('7)
1-0 Lee Dong-gyeong ('27, misnotað víti)
1-1 Matheus Cunha ('42)
1-2 Rodrygo Goes ('61)
1-3 Reinier Jesus ('73)
Athugasemdir
banner
banner
banner