
Jude Bellingham er í enska landsliðshópnum fyrir HM í Katar og eru margir spenntir fyrir því að fylgjast með honum þar.
Þessi efnilegi leikmaður hefur leikið afar vel með Borussia Dortmund og er orðinn fastamaður í enska landsliðshópnum.
Bellingham, sem er 19 ára gamall, er á leiðinni á sitt annað stórmót eftir að hafa leikið á Evrópumótinu á síðasta ári. Hann kemur til með að vera í stærra hlutverki á þessu móti.
Það er athyglisvert að Bellingham er fyrsti leikmaðurinn síðan 2006 sem spilar utan Englands til að fara með Englendingum á HM.
Síðasti leikmaðurinn til að gera það voru David Beckham og Owen Hargreaves eins og sjá má á þessari mynd hér fyrir neðan. Það hefur ekki tíðkast mjög oft í gegnum tíðina að enskir leikmenn séu að spila utan Englands.
Didnt realize how rare this was pic.twitter.com/b8S0GnMF57
— Sosa (@xDMCAbreachP90) November 11, 2022
Athugasemdir