Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 14. nóvember 2022 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaðan kom þessi Garnacho?
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Garnacho fagnar marki sínu gegn Real Sociedad á dögunum.
Garnacho fagnar marki sínu gegn Real Sociedad á dögunum.
Mynd: EPA
Ronaldo er átrúnaðargoð argentínska táningsins.
Ronaldo er átrúnaðargoð argentínska táningsins.
Mynd: Getty Images
Garnacho á framtíðina fyrir sér.
Garnacho á framtíðina fyrir sér.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Alejandro Garnacho gerði sigurmarkið fyrir Manchester United í dramtaískum sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni gær.

Þessi 18 ára gamli leikmaður kom inn af bekknum og tryggði United flottan sigur.

Garnacho hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur en hann hefur verið að komast meira og meira inn í myndina hjá aðalliðinu.

Byrjaði hjá Getafe og Atletico Madrid
Garnacho er fæddur í Madríd á Spáni og hóf ferilinn í akademíu Getafe. Þó spilar hann fyrir hönd Argentínu þar sem móðir hans er þaðan. Hann fór svo yfir til Atletico Madrid og var þar í um fimm ár. Njósnarar frá Manchester United tóku eftir honum og borgaði enska félagið fyrir hann 420 þúsund pund.

Hann fór í akademíu Man Utd og vann sig þar upp í gegnum unglingaliðin. Fallegt mark hans í unglingaleik gegn Everton fékk fólk til að tala.



Slæmt hugarfar á undirbúningstímabilinu
Garnacho, sem er fæddur árið 2004, kom sér inn í myndina hjá aðalliðinu og fór með þeim í æfingaferð fyrir leiktíðina. Hugarfar hans var hins vegar ekki til fyrirmyndar.

Hann braut reglur sem Erik ten Hag, stjóri Man Utd, setti er hann mætti seint á fundi. Í ljósi þess fékk hann ekkert að spila í æfingaferðinni.

„Á undirbúningstímabilinu var hann ekki með eins gott hugarfar og hann gat verið með. Þess vegna hefur hann ekki verið að fá tækifæri þar til núna. Hann er að æfa betur núna, allt annað hugarfar og hann á skilið tækifæri," sagði Bruno Fernandes um Garnacho í byrjun þessa mánaðar.

Hefur verið að spila vel
Núna upp á síðkastið hefur hann verið að fá tækifæri og hann hefur verið að spila vel. Hann skoraði á móti Real Sociedad á dögunum og í gær skoraði hann sigurmarkið.

Hann fékk hins vegar ekki þá athygli sem hann átti skilið. Cristiano Ronaldo, átrúnaðargoð Ronaldo, fór í viðtal sem allir eru að tala um þar sem hann talaði illa um Man Utd, Erik ten Hag og goðsagnir á borð við Wayne Rooney.

Garnacho fékk ekki fyrirsagnirnar núna þó hann hafi átt þær skilið. En hann mun grípa þær oft á næstu árum ef hann heldur áfram að spila eins og hann hefur verið að gera.


Enski boltinn - Tekur upp hanskann fyrir Ronaldo
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner