Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. nóvember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag og leikmennirnir ótrúlega vonsviknir með Ronaldo
Mynd: EPA
Hollenski stjórinn Erik ten Hag og leikmenn Manchester United eru vonsviknir með ákvörðun Cristiano Ronaldo um að koma fram í viðtali við Piers Morgan.

Manchester United vann Fulham, 2-1, á Craven Cottage í gær og voru leikmenn á leið til baka frá Lundúnum er þeir fréttu af því að það myndi birtast viðtal við Ronaldo sama kvöld.

Leikmenn og þjálfaralið félagsins var á leið í flug til Manchester er þeir fengu tilkynningu um viðtalið og segir Sky að bæði Ten Hag og leikmenn liðsins hafi verið vonsviknir með tímasetningu viðtalsins.

Manchester United mun nú skoða alla möguleika sem tengjast Ronaldo. Félagið mun að öllum líkindum losa sig við hann í janúar en það er einnig möguleiki á að rifta samningnum, sem rennur út á næsta ári.

Stjórn United og leikmenn skilja ekki af hverju Ronaldo sagði alla þessa hluti um félagið og kemur þá einnig fram að það séu mikil vonbrigði að hann sýnt félaginu, stjóranum og leikmönnum liðsins vanvirðingu á þennan hátt.

Ronaldo fékk þau skilaboð á fimmtudag að hann myndi ekki vera í byrjunarliðinu gegn Fulham en hann væri á bekknum. Hann tjáði félaginu að hann væri veikur og gæti því ekki verið með.

Samkvæmt Sky er sagt að United hafi aldrei vanvirt Ronaldo, þrátt fyrir að hann hafi reynt að komast frá félaginu og neitað að spila gegn Tottenham.

Fleiri hlutar úr viðtalinu:
Hafði aldrei heyrt nafn Rangnick getið áður en hann tók við Man Utd
Hætti við að fara til Man City eftir símtal frá Ferguson
Man Utd ætlar ekki að tjá sig um Ronaldo í kvöld
Carragher: 99 prósent af stuðningsfólki Man Utd mun styðja Ten Hag
Öfundsjúkur Rooney - „Ætla ekki að segja að ég líti betur en hann en það er samt sannleikurinn
Ronaldo opnar sig í viðtali við Piers Morgan: Man Utd sveik mig og gerði mig að svörtum sauð
Athugasemdir
banner
banner