Sædís skoraði beint úr horni
Litháen 0 - 3 Ísland
0-1 Sædís Rún Heiðarsdóttir ('64)
0-2 Donata Svarcaite (sjálfsmark) ('67)
0-3 Amelía Rún Fjeldsted ('73)
0-1 Sædís Rún Heiðarsdóttir ('64)
0-2 Donata Svarcaite (sjálfsmark) ('67)
0-3 Amelía Rún Fjeldsted ('73)
Íslenska U19 ára landslið kvenna lék í dag lokaleik sinn í fyrri umferð undankeppni EM 2023. Ísland var fyrir leikinn með fullt hús stiga.
Staðan í hálfleik var markalaus en a 64. mínútu kom Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni íslenska liðinu yfir, markið skoraði hún beint úr hornspyrnu. Litháen skoraði svo sjálfsmark þremur mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá Mikaelu Nótt Pétursdóttur og níu mínútum eftir fyrsta markið var staðan orðin 3-0. Þá var það Amelía Rúna Fjeldsted úr Keflavík sem skoraði eftir hornspyrnu frá Sædísi og innsiglaði íslenska sigurinn.
Níu stig úr þremur leikjum og markatalan 15-0. Ísland fer áfram í seinni umferð undankeppninnar og verður í A-deild.

Athugasemdir