Arsenal og Man Utd berjast um Sane - Zubimendi til Arsenal? - Murillo orðaður við risa félög - Liverpool vill fá Pepi
   fim 14. nóvember 2024 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo vill fá Endrick yfir til sín
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Endrick hefur átt erfitt uppdráttar á fyrstu mánuðum sínum hjá Real Madrid.

Endrick gekk í raðir Real Madrid í sumar frá Palmeiras í heimalandinu. Félagaskiptin höfðu legið lengi í loftinu en Endrick er ein mesta vonarstjarna Brasilíu.

Endrick hefur ekki verið í mjög stóru hlutverk í byrjun tímabilsins þar sem sóknarlína Madrídinga er gríðarlega vel mönnuð.

Það virðist einfaldlega ekki vera pláss fyrir hann, en Endrick gæti farið á láni í janúar.

Spænska dagblaðið Super Deporte segir núna frá því að Real Valladolid hafi áhuga á því að fá Endrick í sínar raðir á láni.

Valladolid er í eigu brasilísku goðsagnarinnar Ronaldo Nazario, sem spilaði áður með Real Madrid.

Valladolid þarf að fríska upp á sóknarleik sinn og Endrick gæti verið lausnin við því.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner