Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 14. desember 2019 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp við japanskan fjölmiðlamann: Hvað ert þú að gera hér?
Klopp er yfirleitt mjög hress.
Klopp er yfirleitt mjög hress.
Mynd: Getty Images
Það var japanskur fjölmiðlamaður mættur á blaðamannafund Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, í gær.

Liverpool er að klára kaupin á Takumi Minamino, fjölhæfum miðjumanni Salzburg. Minamino er með riftunarverð í samningi sínum fyrir rúmar 7 milljónir punda og er topplið ensku úrvalsdeildarinnar að nýta sér það.

Mikill áhugi er á félagaskiptunum í Japan og fékk Klopp spurningu frá japönskum blaðamanni í gær.

„Hvað ert þú að gera hér?" sagði Klopp léttur og bætti við: „Ég held að við eigum eftir að sjá þig oftar."

Fjölmiðlamaðurinn spurði svo Klopp út í Shinji Kagawa. Klopp vann með Kagawa, sem er japanskur, hjá Borussia Dortmund.

Klopp tók mjög vel í spurninguna og sagði: „Ég elskaði að vinna með Shinji. Það var frábær reynsla því ég vissi ekki mikð um japanskan fótbolta áður en ég hitti Shinji."

„Við sáum hann á myndbandi og ákváðum að taka hann. Menn voru ekki alveg vissir um hann, en eftir fyrstu æfinguna föðmuðu allir þjálfararnir hvorn annan og sögðu: 'Guð minn góður, við erum með magnaðan leikmann'."

Klopp segist enn fylgjast með ferli Kagawa, sem er þrítugur að aldri. Kagawa fór frá Dortmund til Manchester United, en hann er í dag hjá Zaragoza í spænsku B-deildinni.

Klukkan 12:30 hefst leikur Liverpool og Watford í ensku úrvalsdeildinni. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner