
Nayef Aguerd átti að vera í byrjunarliðinu hjá Marokkó í kvöld en hann dettur út og Achraf Dari kemur inn í hans stað.
Lestu um leikinn: Frakkland 2 - 0 Marokkó
Aguerd var tæpur fyrir leikinn en það var talið að hann væri tilbúinn í slaginn og Walid Regragui valdi hann í byrjunarliðið.
Hann heltist hins vegar úr lestinni skömmu fyrir leik og Dari kemur inn í hans stað. Dari kom inn á sem varamaður gegn Portúgal í 8 liða úrslitum en það var fyrsti leikurinn hans á mótinu.
Aguerd meiddist gegn Spáni í 16 liða úrslitum.
Athugasemdir