Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   lau 14. desember 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pogba búinn að finna sér nýtt lið?
Mynd: EPA
Frakkinn Paul Pogba er án félags eftir að hafa rift samningi sínum við Juventus í síðasta mánuði.

Pogba var dæmdur í bann fyrir að falla á lyfjaprófi en því líkur í mars á næsta ári.

Hann sendi dulin skilaboð á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann birti mynd af stundaglasi og 'emoji' þar sem er rennilás fyrir munninum.

Það er líklegt að hann sé búinn að finna sér nýtt félag en hann má byrja að æfa aftur í janúar.

Louis Saha, landi Pogba og fyrrum leikmaður Man Utd, sagðist hafa heyrt sögur um að Pogba hafi fengið boð um að æfa með enska liðinu í janúar.

„Ég hef heyrt sögur af því að Paul Pogba hafi fengið boð um að koma aftur og æfa með Man Utd og ég held að það yrði frábært tækifæri fyrir hann," sagði Saha.

„Hann þarf að komast í sitt gamla form eins fljótt og hægt er og æfa með topp leikmönnum sem munu hjálpa honum við það. Hann yrði himinlifandi að fá þetta tækifæri."

Pogba lék á sínum tíma rúmlega 230 leiki með Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner