Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 15. janúar 2022 15:26
Brynjar Ingi Erluson
De Bruyne: Liverpool ekki langt á eftir ef það vinnur sína leiki
Kevin de Bruyne
Kevin de Bruyne
Mynd: EPA
Titilbaráttunni er langt í frá lokið þrátt fyrir 1-0 sigur Manchester City á Chelsea á Etihad í dag en þetta segir Kevin de Bruyne, markaskorari liðsins.

Belgíski miðjumaðurinn skoraði eina mark leiksins með bylmingsskoti af 20 metra færi á 70. mínútu og reyndist það eina markið.

City er með þrettán stiga forystu á Chelsea sem er í öðru sæti en De Bruyne minnti fréttamann BBC á að Liverpool á nokkra leiki inni.

„Við höfum verið í stöðu þar sem við höfum verið með átta eða tíu stiga forystu og líka þar sem við höfum verið átta eða tíu stigum á eftir. Við vitum að það getur breyst fljótt. Bilið er stórt í augnablikinu en Liverpool er ekki langt á eftir ef þeir vinna sína leiki," sagði De Bruyne.

Liverpool er með 42 stig en á tvo leiki inni. Tveir sigrar og þá er liðið átta stigum á eftir City.
Athugasemdir
banner
banner