Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 15. janúar 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Slegist um montréttinn í Norður-Lundúnum
Mynd: EPA
Tottenham og Arsenal mætast í baráttunni um Norður-Lundúnir í ensku úrvalsdeildinni í dag en Arsenal getur aukið forystu sína á toppnum.

Dagurinn byrjar á tveimur leikjum klukkan 14:00, en lið Chelsea, sem hefur gengið í gegnum erfiðleika síðustu vikur, mun fá Crystal Palace í heimsókn á Stamford Bridge á meðan spútnikliðin Newcastle og Fulham mætast.

Klukkan 16:330 mætast síðan Tottenham og Arsenal. Gestirnir geta aukið forystu sína á toppnum í átta stig eftir að Manchester City tapaði fyrir nágrönnum sínum í Manchester United í gær. Tottenham er á meðan í 5. sæti deildarinnar og þarf sigur til að halda í við Newcastle í Meistaradeildarbaráttunni.

Leikir dagsins:
14:00 Chelsea - Crystal Palace
14:00 Newcastle - Fulham
16:30 Tottenham - Arsenal
Athugasemdir
banner
banner