Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. janúar 2023 18:50
Brynjar Ingi Erluson
Íslendingarnir í FCK töpuðu fyrir Leverkusen - Svekkjandi úrslit hjá Nökkva
Nökkvi Þeyr var í tapliði í dag
Nökkvi Þeyr var í tapliði í dag
Mynd: Beerschot
Íslendingarnir í danska meistaraliðinu FCK spiluðu í 1-0 tapi liðsins gegn Bayer Leverkusen í æfingaleik í dag og þá tapaði Nökkvi Þeyr Þórisson mikilvægum leik í titilbaráttu sinni í B-deildinni í Belgíu.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK gegn Leverkusen í dag en Orri Steinn Óskarsson kom inná sem varamaður fyrir hann þegar hálftími var eftir.

Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná í hálfleik fyrir Lukas Lerager en þetta var fyrsti æfingaleikur FCK á árinu.

Nökkvi tapaði mikilvægum stigum

Nökkvi Þeyr Þórisson og hans menn í Beerschot töpuðu fyrir Deinze, 3-2, í belgísku B-deildinni í dag.

Þessi fyrrum leikmaður KA var í byrjunarliði Beerschot. Liðið var tveimur mörkum undir í hálfleik en kom til baka þökk sé tveimur mörkum frá Thibo Baeten. Ágætis endurkoma en leikmenn Deinze eyðilögðu hana með sigurmarki undir lok leiksins. Beerschot er vissulega áfram á toppnum með 35 stig en aðeins markatala skilur liðið frá Beveren. RWDM 47 er í þriðja sætinu með 34 stig.
Athugasemdir
banner
banner