Nýliðar Leicester City hafa gengið frá kaupum á franska hægri bakverðinum Woyo Coulibaly en hann kemur frá ítalska félaginu Parma fyrir 3 milljónir punda.
Coulibaly er 25 ára gamall og gerir fjögurra og hálfs árs samning við Leicester.
Varnarmaðurinn hefur verið ein af skærustu stjörnum Parma í Seríu A á þessu tímabili.
Samningur hans við Parma átti að renna út í sumar og verðmiðinn því vel viðráðanlegur fyrir Leicester.
Coulibaly kom til Parma frá Le Havre árið 2021 og hjálpaði liðinu að komast upp í Seríu A á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð lagði hann upp tvö mörk í fjórtán deildarleikjum.
Frakkinn er ekki með Leicester gegn Crystal Palace í kvöld þar sem hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en hann ætti að vera klár í næsta leik liðsins gegn Fulham sem fer fram um helgina.
Woyo Coulibaly is City ????
— Leicester City (@LCFC) January 15, 2025
Athugasemdir