Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 16:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breytingar á landsliðinu og Gylfi kallaður inn?
Icelandair
Gylfi Þór er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Gylfi Þór er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fjallað um það í Doc Zone á Youtube í dag að Gylfi Þór Sigurðsson kæmi inn í íslenska landsliðið vegna meiðsla Arnórs Ingva Traustasonar.

Doc Zone er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar en þar má fylgjast með Hjörvari og fleirum ræða um leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni og víðar.

Gylfi var ekki valinn í landsliðshópinn sem opinberaður var á miðvikudag en miðað við þessar upplýsingar er hann á leið í hópinn.

Þá verða mögulega fleiri breytingar á landsliðshópnum þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópnum hjá Fortuna Düsseldorf í dag.

Landsliðið kemur saman á Spáni á mánudag og framundan eru leikir í Þjóðadeildinni gegn Kósovó.

KSÍ hefur til þessa ekki tilkynnt um neinar breytingar á hópnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner