
Það var fjallað um það í Doc Zone á Youtube í dag að Gylfi Þór Sigurðsson kæmi inn í íslenska landsliðið vegna meiðsla Arnórs Ingva Traustasonar.
Doc Zone er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar en þar má fylgjast með Hjörvari og fleirum ræða um leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni og víðar.
Gylfi var ekki valinn í landsliðshópinn sem opinberaður var á miðvikudag.
Uppfært 21:38: Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að Arnór Ingvi sé ekki að glíma við nein meiðsli og verði með Norrköping í leik liðsins í sænska bikarnum á morgun.
Doc Zone er í umsjón Hjörvars Hafliðasonar en þar má fylgjast með Hjörvari og fleirum ræða um leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni og víðar.
Gylfi var ekki valinn í landsliðshópinn sem opinberaður var á miðvikudag.
Uppfært 21:38: Fótbolti.net hefur fengið þær upplýsingar að Arnór Ingvi sé ekki að glíma við nein meiðsli og verði með Norrköping í leik liðsins í sænska bikarnum á morgun.
Mögulega verða fleiri breytingar á landsliðshópnum þar sem Valgeir Lunddal Friðriksson var ekki í leikmannahópnum hjá Fortuna Düsseldorf í dag.
Landsliðið kemur saman á Spáni á mánudag og framundan eru leikir í Þjóðadeildinni gegn Kósovó.
KSÍ hefur til þessa ekki tilkynnt um neinar breytingar á hópnum.
Athugasemdir