Rafael van der Vaart, fyrrum miðjumaður Tottenham, hefur gagnrýnt Timo Werner framherja Chelsea.
Werner hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea keypti hann frá RB Leipzig á 53 milljónir punda í fyrrasumar.
Werner hefur einungis skorað fimm mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
Werner hefur átt erfitt uppdráttar síðan Chelsea keypti hann frá RB Leipzig á 53 milljónir punda í fyrrasumar.
Werner hefur einungis skorað fimm mörk í 29 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.
„Hann er ofur hraður og það er gott í útileik þegar þú ert undir pressu, hann setur bara hausinn undir sig og hleypur," sagði Van der Vaart.
„Werner er eins og blindur hestur. Hann hefur þegar sýnt það í Þýskalandi."
Athugasemdir