Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 15. apríl 2024 13:21
Elvar Geir Magnússon
Áhorfandi beitti svipu á leikmann
Mynd: Getty Images
Fótboltasamband Sádi-Arabíu rannsakar ótrúlegt atvik sem átti sér stað þegar áhorfandi beitti svipu á leikmann Al-Ittihad. Þetta grerðist eftir tap liðsins gegn Al-Hilal í Ofurbikar Sádi-Arabíu sem fram fór í Abú-Dabí.

Sóknarmaðurinn Abderrazak Hamdallah skvetti vatni á stuðningsmanninn sem brást við með því að slá hann með svipu.

Hamdallah skoraði mark Al-Ittihad í 4-1 tapi.

Í yfirlýsingu frá fótboltasambandi Sádi-Arabíu segir að sambandinu sé brugðið yfir hátterni stuðningsmannsins sem eigi yfir höfði sér harða refsingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner