
32-liða úrslitin í Mjólkurbikarnum hefjast á Skírdag og verður svo spilað áfram á föstudeginum langa og á laugardag.
Tveir innbyrðis leikir verða milli liða í Bestu-deildinni og verða þeir báðir sýndir á RÚV. Á Skírdag leika ÍBV og Víkingur í Vestmannaeyjum en spilað verður á Þórsvelli þar sem verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og hann ekki tilbúinn.
Fram og FH mætast á sunnudaginn. Alls verða þrír sjónvarpsleikir en RÚV sýnir einnig leik Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fram fer í Garðabænum á föstudag.
KA er ríkjandi bikarmeistari og mun mæta Ausfjarðarliðinu KFA á Greifavellinum á föstudag.
Tveir innbyrðis leikir verða milli liða í Bestu-deildinni og verða þeir báðir sýndir á RÚV. Á Skírdag leika ÍBV og Víkingur í Vestmannaeyjum en spilað verður á Þórsvelli þar sem verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll og hann ekki tilbúinn.
Fram og FH mætast á sunnudaginn. Alls verða þrír sjónvarpsleikir en RÚV sýnir einnig leik Stjörnunnar og Njarðvíkur sem fram fer í Garðabænum á föstudag.
KA er ríkjandi bikarmeistari og mun mæta Ausfjarðarliðinu KFA á Greifavellinum á föstudag.
fimmtudagur 17. apríl
14:00 Keflavík-Leiknir R. (Nettóhöllin-gervigras)
14:00 Afturelding-Höttur/Huginn (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Kári-Fylkir (Akraneshöllin)
14:00 Víkingur Ó.-Úlfarnir (Ólafsvíkurvöllur)
16:00 ÍBV-Víkingur R. (Þórsvöllur Vey)
föstudagur 18. apríl
14:00 Selfoss-Haukar (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Grótta-ÍA (AVIS völlurinn)
15:00 Völsungur-Þróttur R. (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Stjarnan-Njarðvík (Samsungvöllurinn)
16:00 Vestri-HK (Kerecisvöllurinn)
17:30 KA-KFA (Greifavöllurinn)
19:15 Breiðablik-Fjölnir (Kópavogsvöllur)
laugardagur 19. apríl
14:00 Grindavík-Valur (Nettóhöllin-gervigras)
14:00 KR-KÁ (KR-völlur)
15:00 Þór-ÍR (Boginn)
16:00 Fram-FH (Lambhagavöllurinn)
Athugasemdir