Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool fylgist með stöðu mála hjá Coman
Mynd: EPA
Þýski blaðamaðurinn Christian Falk sem er afar vel tengdur inn í Bayern München segir að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool sé að fylgjast með stöðu franska vængmannsins Kingsley Coman.

Í gær var greint frá því að Arsenal væri búið að ræða við umboðsmenn Coman um möguleg félagaskipti í sumar en að félagið gæti fengið samkeppni frá Sádi-Arabíu.

Coman er 28 ára titlaóður kantmaður sem hefur spilað með Bayern frá 2017. EInnig hefur hann spilað með Paris Saint-Germain og Juventus og samtals unnið 26 titla með félögunum þremur og er 27. titillinn handan við hornið.

Samkvæmt þýsku miðlunum er mikill áhugi á Coman og Bayern sagt reiðubúið að leyfa honum að fara fyrir sanngjarnt verð.

Liverpool er nú nýjasta félagið sem er komið í baráttuna en Falk segir að það fylgist mjög náið með stöðu leikmannsins.

Engar formlegar viðræður hafa átt sér stað eða samskipti við umboðsmenn hans en áhuginn er raunverulegur og mun framtíð leikmannsins væntanlega skýrast betur þegar nær dregur sumri.
Athugasemdir
banner
banner