Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 15. apríl 2025 11:45
Elvar Geir Magnússon
Partey og White klárir fyrir leikinn gegn Real
Mynd: EPA
Annað kvöld mætast Real Madrid og Arsenal í seinni viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arsenal vann frækinn 3-0 sigur í fyrri leiknum.

Talað var um að varnarmaðurinn Ben White og miðjumaðurinn Thomas Partey væru tæpir fyrir leikinn vegna meiðsla en þeir æfðu báðir í morgun.

White var ekki með gegn Brentford um liðna helgi og Partey fékk högg í leiknum.

Bukayo Saka, Martin Ödegaard, Mikel Merino og Declan Rice voru einnig allir mættir á æfinguna í morgun og leikmenn Arsenal virkuðu í mjög góðum gír fyrir komandi leik.

Ef Arsenal klárar verkefnið á morgun mun liðið mæta Paris Saint-Germain eða Aston Villa í undanúrslitum keppninnar.
Athugasemdir