Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. maí 2019 14:48
Arnar Daði Arnarsson
Sonur Arnars Gunnlaugs lánaður í Fjarðabyggð (Staðfest)
Fjarðabyggð hefur fengið Alex á láni.
Fjarðabyggð hefur fengið Alex á láni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alex Bergmann Arnarsson hefur verið lánaður í Fjarðabyggð frá Fram.

Alex sem er fæddur árið 1999 lék tvo leiki með Fram í Mjólkurbikarnum á þessu tímabili auk þess sem hann hefur komið við sögu í einum leik í Inkasso-deildinni.

Alex Bergmann Arnarsson er sonur Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara Víkings og fyrrum landsliðs- og atvinnumanns.

Fjarðabyggð er með þrjú stig að loknum tveimur umferðum í 2. deildinni en liðið mætir Völsungi á Eskjuvelli á laugardaginn.

Alex er kominn með leikheimild og getur því leikinn sinn fyrsta leik með Fjarðabyggð á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner