Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. maí 2021 19:35
Victor Pálsson
Berbatov: Ronaldo gæti valið Manchester
Mynd: Getty Images
Það er möguleiki á að Cristiano Ronaldo vilji snúa aftur til Manchester United að sögn Dimitar Berbatov, fyrrum leikmanns liðsins.

Ronaldo er orðaður við brottför frá Juventus þessa dagana en gengi liðsins á leiktíðinni var alls ekki nógu gott. Liðið tapaði bæði í deild og Meistaradeild.

Berbatov þekkir vel til Ronaldo og segir að honum gæti dottið í hug að taka eitt til tvö ár með félaginu þar sem hann lék frá 2003 til 2009.

„Ég hef lesið að Cristiano Ronaldo gæti verið á förum. Ef það er staðreyndin þá er ég viss um að fólkið hjá Man Utd myndi elska að fá hann heim," sagði Berbatov.

„Hann er 36 ára gamall en er í frábæru standi. Ég sé það ekki vera vandamál ef hann kemur aftur til félagsins."

„Ég tel að hann muni leita að nýrri áskorun og nýjum stað. Hann hefur náð árangri hjá United, Real og Juventus. Hann gæti fundið nýtt félag til að sanna sig en gæti einnig valið að fara til Manchester í eitt ár eða tvö."
Athugasemdir
banner
banner
banner