Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 15. maí 2021 15:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Byrjunarliðin á Wembley: Tuchel gerir fjórar breytingar
Mynd: Getty Images
Chelsea og Leicester mætast í úrslitaleik FA bikarsins kl 16:15 á Wembley.

Chelsea vann Man City í undan úrslitum 1-0 með marki frá Hakim Ziyech og Leicester vann Southampton 1-0 með marki frá Kelechi Iheanacho.

Þeir eru báðir í byrjunarliðum dagsins.

Chelsea mæta særðir eftir 1-0 tap í síðasta leik gegn grönnum sínum í Arsenal en Leicester vann frábæran sigur á Man Utd 2-1 í baráttunni sinni um meistaradeildar sæti í deildinni.

Athygli vekur að Leicester spilar með þrjá miðverði í dag. Jonny Evans kemur inn í byrjunarlið Leicester eftir að hafa verið að berjast við meiðsli. Hann kemur inn í liðið á kostnað Marc Albrighton frá sigrinum gegn Man Utd.

Thomas Tuchel gerir fjórar breytingar á liði Chelsea frá tapinu gegn Arsenal. Rudiger, Alonso, Ziyech og Werner koma inn fyrir Zouma, Chilwell, Havertz og Gilmour.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Azpilicueta, Thiago Silva, Rudiger, James, Kante, Jorginho, Alonso, Ziyech, Werner, Mount.

Bekkur: Mendy, Chilwell, Emerson, Zouma, Gilmour, Havertz, Hudson-Odoi, Pulisic, Giroud.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Castagne, Soyuncu, Evans, Fofana, Thomas, Ndidi, Tielemans, Perez, Iheanacho, Vardy.

Bekkur: Ward, Morgan, Amartey, Ricardo, Choudhury, Mendy, Praet, Maddison, Albrighton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner