Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 15. maí 2021 16:33
Brynjar Óli Ágústsson
Heiðar: Ánægður með viðbrögð minna manna
Lengjudeildin
Mynd: Vestri
Vestri mætti Þrótti R. í Laugardalnum í dag. Vestri lenti undir á 72. mínútu leiksins, en náði með öllu ólíkindum að skora þrjú mörk á sex mínútum til þess að vinna leikinn 1-3. Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, var mjög ánægður með viðbrögð sinna manna eftir að þeir lentu undir.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  3 Vestri

„Við erum bara æðislega ánægðir með að hafa tekið hérna þrjú stig gegn góðu Þróttaraliði. Þeir börðust gríðarlega vel og voru mjög skipulagðir þannig þetta var mjög erfitt. En við kláruðum þetta, sem betur fer og við gætum ekki verið ánægðri.'' segir Heiðar Birnir eftir sigur á móti Þrótturum.

„Leikplanið fyrir leikinn var að við vildum taka völd á vellinum og vildum stjórna leiknum. Það gekk nú ekki alveg sérstaklega eftir, sérstaklega í byrjun. Þróttararnir voru mjög vel skipulagðir og voru búnir að vinna heimavinnu sína mjög vel, þannig við þurftum bara að bregðast við því og gerðum það,''

„Gerðum aðeins breytingar á liðinu og lendum undir, en ég var æðislega ánægður með viðbrögðin hjá mínum mönnum. Þrjú stig og fullt hús stig eftir 2 umferðir, þannig ég gæti ekki verið meira sáttari.'' segir Heiðar um framistöðu hjá sínum menn.

Hreiðar gerði tvær skiptingar fyrir áður en 60 mínútur voru liðin af leik.

„Það var komið smá þreyta í okkur og þá geri maður bara breytingar. Við erum öðvitað að ferðast í þessa leiki núna, þetta er annar útileikurinn og við verðum bara að nóta hópinn okkar.''

Þessi leikur átti upphaflega að vera spilaður á Ísafirði, spurt var Heiðar um hvort leikvöllur Vestra væri tilbúinn fyrir næsta heimaleik.

„Já, hann verður tilbúinn fyrir næsta heimaleik. Eigum næst leik úti á móti Gróttu og svo eigum við Grindavík heima.'' segir Hreiðar í lok.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner