Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. maí 2022 19:10
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: KA aftur á toppinn
Þægilegur sigur á Skaganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 0 - 3 KA
0-1 Daníel Hafsteinsson ('11)
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson ('53)
0-2 Gísli Laxdal Unnarsson ('58, misnotað víti)
0-3 Jakob Snær Árnason ('81)


KA hefur farið ótrúlega vel af stað í Bestu deildinni og er aðeins búið að fá tvö mörk á sig, í sama leiknum gegn Keflavík.

Akureyringar héldu aftur hreinu í dag þegar þeir kíktu í heimsókn upp á Skaga. Þeir tóku forystuna snemma leiks þegar boltinn datt fyrir Daníel Hafsteinsson fyrir utan vítateig í kjölfar hornspyrnu og hann klíndi boltanum í skeytin til að koma gestunum yfir.

Skagamenn voru snöggir að svara með að setja boltann í netið en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Það var ekki margt marktækt sem gerðist út hálfleikinn og tvöfölduðu gestirnir forystuna í upphafi þess síðari.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom boltanum þá í netið eftir sendingu yfir vörnina. Hann vann Aron Bjarka Jósepsson í kapphlaupi og skoraði framhjá Árna Snæ Ólafssyni sem náði að setja hendi á boltann en það dugði ekki til.

Skömmu síðar fengu Skagamenn dæmda vítaspyrnu eftir varnarmistök Þorra Marar Þórissonar. Gísli Laxdal Unnarsson fiskaði spyrnuna og steig sjálfur á vítapunktinn en Steinþór Már Auðunsson, einnig þekktur sem Stubbur, varði frá honum.

Skagamenn reyndu að minnka muninn en sköpuðu ekki mikla hættu og gerði Jakob Snær Árnason endanlega út um viðureignina á 81. mínútu. Misheppnað skot Daníels barst til Jakobs sem var réttur maður á réttum stað og skoraði þægilegt mark til að innsigla sigurinn.

KA er á toppi Bestu deildarinnar með 16 stig eftir 6 umferðir. Blikar eru í öðru sæti með 15 stig og leik til góða. Skagamenn eru með fimm stig. 

Sjáðu textalýsinguna


Athugasemdir
banner
banner