Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. júní 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Dregið í Sambandsdeild Evrópu í dag - Íslensku liðin í efri styrkleikaflokki
Breiðablik verður með í fyrstu umferð
Breiðablik verður með í fyrstu umferð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik, FH og Stjarnan verða öll í efri styrkleikaflokki er dregið verður í fyrstu umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag en þetta er í fyrsta sinn sem spilað er í keppninni.

Sambandsdeild Evrópu var tilkynnt í desember árið 2018 sem þriðja Evrópukeppnin.

Dregið verður í fyrstu umferð í forkeppni deildarinnar klukkan 11:30 en Breiðablik, FH og Stjarnan eru öll í efri styrkleikaflokki.

Breiðablik getur mætt Honka (Finnland), Newtown (Wales), Mosta (Malta), Racing Union (Lúxemborg) eða Struga (Norður-Makedónía).

FH mætir Larne (N-Írland), Paide (Eistland), RFS (Lettland) eða Sligo Rovers (Írland). Þá getur Stjarnan mætt Bohemians (Írland), Glentoran (N-Írland), Kauno Zalgiris (Litháen) eða Sant Julia (Andorra).
Athugasemdir
banner
banner