Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 15. júní 2024 17:09
Daníel Darri Arnarsson
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frammistaðan var kaflaskipt vorum ekkert sérstækir í fyrri hálfleik, fannst bara Leiknir í við sterkari eiginlega allan fyrri hálfleikinn" Sagði Haraldur Árni nýráðinn þjálfari Grindavíkur eftir 3-2 sigur á Leikni hér í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 -  3 Grindavík

„Skorum þarna eftir mistök í vörninni þeirra en annars sköpuðum við okkur ekkert að ráði, í seinni hálfleikinn fannst mér við veraa bara sterkari aðillinn og fannst við komast verðskuldað í forystu og þegar upp að staðið fannst mér þetta vera verskuldaður sigur".

Halli var bara tilkynntur fyrir sirka viku síðan og var spurður hvernig fyrsta vikan hafi gengið?

„Hún hefur verið góð, ég var heppinn með það að leik hjá okkur var frestað síðustu helgi þannig fékk svoldinn extra tíma á æfingasvæðinu áður en við fórum í djúpulaugina en hérna þetta er rosa góður hópur og við erum uppá Víkingana komnir upp að aðstöðu í Safamýrinni sem er ákveðið challenge en það eru allir þar tilbúnir að gera allt fyrir okkur þannig þetta er svoldið nýtt fyrir mér að mörgu leyti en leikmennirnir eru góðir og liðið er gott þannig ég held þetta verði bara skemmtilegt".

Halli var einnig spurður um hver markmið hans væri fyrir restina af tímabilinu?

„Bara safna stigum sko við erum með rosalega sterkan hóp og ég tel alveg að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni en engar síður er ákveðið verk sem við höfum að vinna og gera liðið betra það er challengið þannig við erum ekkert með nein svakaleg markmið núna nema kannski að verða betri, ég meina við töluðum um það að við vorum lélegir í fyrri hálfleik en betri í seinni þannig planið er að verða betri í næsta leik".

Viðtalið við Halla má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner