Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   lau 15. júní 2024 10:38
Ívan Guðjón Baldursson
Kevin Campbell lést eftir tvær vikur á spítala
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Framherjinn fyrrverandi Kevin Campbell er látinn eftir að hafa legið í tvær vikur inni á spítala.

Campbell kveður þessa jörð langt fyrir aldur fram en hann var aðeins 54 ára gamall.

Campbell gerði garðinn frægan sem leikmaður Arsenal, þar sem hann skoraði 59 mörk í 213 leikjum áður en hann skipti til Nottingham Forest.

Campbell átti eftir að spila fyrir Trabzonspor, Everton, West Bromwich Albion og Cardiff City á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Hann spilaði fjóra landsleiki fyrir U21 lið Englands en fékk aldrei tækifæri með A-landsliðinu.

Campbell var lagður inn á spítala 2. júní eftir að hafa skyndilega veikst, en ekki hefur verið greint frekar frá hvers konar veikindi var um að ræða.

Talið er að hann hafi látist vegna nýrnabilunar en það hefur ekki fengist staðfest.

Kevin skilur son eftir sig, Tyrese Campbell, sem skoraði 4 mörk með Stoke City á nýliðinni leiktíð.

Tyrese er aðeins 24 ára gamall en hann er samningslaus eftir að hafa alist upp hjá Stoke. Hann á 36 mörk í 164 leikjum fyrir félagið.

   02.06.2024 20:39
Fyrrum leikmaður Arsenal og Everton liggur þungt haldinn á spítala



Athugasemdir
banner
banner
banner