Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 15. júlí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Klopp telur að Arsenal berjist aftur um topp fjóra næsta vetur
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að Arsenal geti barist á ný um Meistaradeildarsæti á næsta tímabili undir stjórn Mikel Arteta. Klopp og lærisveinar hans heimsækja Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aðspurður hvort Arsenal geti barist um topp fjóra á næsta tímabili sagði Klopp: „Því miður, líklega já! Það virðist vera mjög líklegt."

„Mikel er hluti af mjög spennandi kynslóð þjálfara. Það er mjög spennandi að sjá þá spila og þú sérð hugmyndafræðina sem er innblásin af Pep."

„Hann vann með honum (Guardiola) og Mikel var líklega með sömu hugmyndafræði þegar hann var ennþá að spila. Þú sérð hversu mikil áhrif hann hefur haft á hann. Arsenal er með mjög spennandi hóp."

„Þeir hafa reynda sóknarmenn með mikil gæði og mikið af góðum ungum leikmönnum sem eru að koma upp. Það lítur út fyrir að Arsenal geti barist aftur."

Athugasemdir
banner
banner