banner
   mið 15. júlí 2020 08:56
Elvar Geir Magnússon
Heimild: https://stod2.is/ 
Máni: Stórfurðulegt hjá Heimi að velja ekki Ólaf Karl Finsen
Ólafur Karl Finsen hefur komið við sögu í einum leik í Pepsi Max-deildinni það sem af er.
Ólafur Karl Finsen hefur komið við sögu í einum leik í Pepsi Max-deildinni það sem af er.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarleikmaðurinn Ólafur Karl Finsen var ekki í leikmannahópi Vals gegn Stjörnunni í vikunni. Eftir leik sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, í viðtali við Stöð 2 Sport að Ólafur væri að stíga upp úr meiðslum.

Máni Pétursson, sérfræðingur í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport, segir að Heimir fari ekki með rétt mál og lýsir yfir furðu sinni á því að Ólafur sé ekki í hópnum.

Máni, sem þekkir Ólaf gríðarlega vel, segist sannfærður um að leikmaðurinn hefði skorað í leiknum gegn Stjörnunni, sem endaði með markalausu jafntefli, ef hann hefði fengið tækifæri.

„Ég held að Heimir sé að einhverju leyti að reyna að skilja fyrirbærið sem er Ólafur Karl Finsen. Ég get alveg sagt honum að hann getur eytt fleiri áratugum í það án þess að komast að niðurstöðu," segir Máni.

„Ólafur er ekki að kvarta yfir fjarveru sinni úr liðinu og ber virðingu fyrir störfum Heimis. En Ólafur Karl Finsen er ekki meiddur. Hann er í fyrsta sinn heill heilsu í þessu Valsliði og ég held að standið á honum sé mjög gott."

Talað hefur verið um að Valur hafi engan hreinræktaðan varamann fyrir Patrick Pedersen en Máni telur að innan hópsins sé Ólafur besti maðurinn í það hlutver.

„Ólafur Karl Finsen var á annarri löppinni síðasta tímabil en skoraði samt fimm mörk og lagði upp önnur fimm. Það er stórfurðulegt að fara í leik gegn KR, vera undir 1-0 og það eru tíu mínútur eftir og þú ert ekki með Ólaf innan leikmannahópsins," segir Máni.

„Mér finnst Heimir hafa lesið illa í þetta. Það er stórfurðulegt að stilla upp þessum leikmannahópi og það er ekki pláss fyrir Ólaf Karl Finsen í hópnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner