Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 15. júlí 2021 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Ægir með mjög mikilvægan sigur í toppbaráttuslag
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ægir 3 - 0 Augnablik
1-0 Cristofer Rolin
2-0 Dimitrije Cokic
3-0 Brynjólfur Þór Eyþórsson

Ægir vann flottan sigur á Augnablik er liðin mættust í toppbaráttuslag í 3. deildinni í kvöld.

Það munaði fjórum stigum á liðunum fyrir leik; Ægir var fjórum stigum á eftir.

Ægismenn gerðu vel í Þorlákshöfn í kvöld og tókst að landa 3-0 sigri. Cristofer Rolin skoraði fyrsta mark leiksins og bættu þeir Dimitrije Cokic og Brynjólfur Þór Eyþórsson við mörkum.

Þegar flautað var til leiksloka var staðan 3-0 fyrir Ægi og flottur sigur þeirra staðreynd.

Ægir fer upp í þriðja sæti með þessum sigri. Augnablik er áfram í öðru sæti en núna munar aðeins einu stigi á liðunum. Þetta var því gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Ægi.
Athugasemdir
banner
banner