Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fim 15. júlí 2021 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Helgi Sig: Þeir fengu ókeypis víti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV náði í stig á útivelli gegn Fram og Helgi Sig, þjálfari ÍBV, var nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld en hann endaði 1-1.

Þetta hafði Helgi að segja um frammistöðu sína manna:


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍBV

„Ég var bara nokkuð ánægður með mína menn í dag, eiginlega bara mjög ánægður því þeir lögðu sig alla fram og gáfu Fram mjög fá tækifæri, þeir voru aðeins að færi eftir föst leikatriði en ekkert í opnum leik þannig ég var mjög sáttur hvað menn voru að leggja mikið á sig í varnarleiknum og svo fengum við góð upphlaup með góða stöðu sem að við kláruðum ekki alveg nógu vel en það var frábært að fá þetta mark skömmu eftir þeirra mark og jafna."

Um varnarleik sinna manna

„Ég var mjög ánægður með varnarleikinn hjá mínum mönnum, menn voru að leggja sig fram og loka svæðum, við vissum alveg hvaða svæðum við þurftum að verjast til þess að stoppa þetta góða lið Fram og mér fannst við gera það bara nánast fullkomlega hérna í dag. Þeir sköpuðu lítið og fengu að vísu ókeypis víti hér í lokin sem ég er mjög ósáttur við þar sem er skallað upp í hendina á manni af meters færi. Þetta er bara ekki víti í reglunum eins og ég skil þær en frábært hjá Dóra að verja."

Um líkur ÍBV að fara upp um deild
„Jú jú það er svo sem helmingurinn eftir af mótinu tæplega þannig það er bara sama klysjan einn leikur í einu og leggja sig fram í næsta leik við þurfum bara að safna kröftum og vera klárir í næsta leik sem er hörkuleikur á móti Grindavík í eyjum. Það er leikur sem við ætlum okkur að vinna en við vitum það manna best að við þurfum að vera á okkar degi og alltaf vinna grunnvinnuna til þess að vinna fótboltaleiki og ef við spilum eins og í dag og leggjum okkur svona fram þá eigum við góðan möguleika í næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem Helgi talar nánar um dómarann og leikmannamarkaðinn.
Athugasemdir
banner
banner