Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fim 15. júlí 2021 21:22
Haraldur Örn Haraldsson
Helgi Sig: Þeir fengu ókeypis víti
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV náði í stig á útivelli gegn Fram og Helgi Sig, þjálfari ÍBV, var nokkuð ánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum í kvöld en hann endaði 1-1.

Þetta hafði Helgi að segja um frammistöðu sína manna:


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍBV

„Ég var bara nokkuð ánægður með mína menn í dag, eiginlega bara mjög ánægður því þeir lögðu sig alla fram og gáfu Fram mjög fá tækifæri, þeir voru aðeins að færi eftir föst leikatriði en ekkert í opnum leik þannig ég var mjög sáttur hvað menn voru að leggja mikið á sig í varnarleiknum og svo fengum við góð upphlaup með góða stöðu sem að við kláruðum ekki alveg nógu vel en það var frábært að fá þetta mark skömmu eftir þeirra mark og jafna."

Um varnarleik sinna manna

„Ég var mjög ánægður með varnarleikinn hjá mínum mönnum, menn voru að leggja sig fram og loka svæðum, við vissum alveg hvaða svæðum við þurftum að verjast til þess að stoppa þetta góða lið Fram og mér fannst við gera það bara nánast fullkomlega hérna í dag. Þeir sköpuðu lítið og fengu að vísu ókeypis víti hér í lokin sem ég er mjög ósáttur við þar sem er skallað upp í hendina á manni af meters færi. Þetta er bara ekki víti í reglunum eins og ég skil þær en frábært hjá Dóra að verja."

Um líkur ÍBV að fara upp um deild
„Jú jú það er svo sem helmingurinn eftir af mótinu tæplega þannig það er bara sama klysjan einn leikur í einu og leggja sig fram í næsta leik við þurfum bara að safna kröftum og vera klárir í næsta leik sem er hörkuleikur á móti Grindavík í eyjum. Það er leikur sem við ætlum okkur að vinna en við vitum það manna best að við þurfum að vera á okkar degi og alltaf vinna grunnvinnuna til þess að vinna fótboltaleiki og ef við spilum eins og í dag og leggjum okkur svona fram þá eigum við góðan möguleika í næsta leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar sem Helgi talar nánar um dómarann og leikmannamarkaðinn.
Athugasemdir
banner