Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 15. júlí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Forréttindi að semja við Man Utd - „Get ekki beðið“
Mynd: Getty Images
Joshua Zirkzee, nýr framherji Manchester United, er spenntur fyrir framtíðinni en hann var sannfærður eftir góð samtöl með Erik ten Hag og stjórn félagsins.

Man Utd virkjaði kaupákvæði í samningi Zirkzee hjá Bologna en hann var keyptur fyrir um 35 milljónir punda.

Framherjinn skrifaði undir samninginn hjá United og fór beint í frí eftir langt Evrópumót með hollenska landsliðinu.

„Ég vissi um leið hversu spennandi framtíðin er hjá félaginu eftir samtöl með stjóranum og leiðtogum United. Ég get ekki beðið eftir að spila mitt hlutverk í að ná árangri með Manchester United.“

„Ég er leikmaður sem hef alltaf tileinkað mér það að vinna. Ég er tilbúinn í næstu áskorun og að koma mér á næsta stig ferilsins með því að vinna fleiri titla.“

„Það eru forréttindi að ganga í raðir svona merkilegs félags. Ég tek mér núna stutt frí eftir að hafa verið með landsliðinu, en síðan er stefnan að mæta hingað klár og setja strax mark mitt á leikinn,“
sagði Zirkzee.
Athugasemdir
banner