Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. ágúst 2020 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknir F. segir ekki rétt að reglur hafi verið brotnar
Lengjudeildin
Leiknismenn unnu magnaðan sigur í dag.
Leiknismenn unnu magnaðan sigur í dag.
Mynd: Daníel Þór Cekic
Leiknir Fáskrúðsfirði segir að engar reglur hafi verið brotnar þegar liðið vann ótrúlegan 4-3 sigur á Grindavík í Lengjudeildinni í dag.

Leiknismenn náðu að jafna í 2-2 en svo komust gestirnir úr Grindavík aftur yfir á 87. mínútu.

Það gerði ekkert til því Chechu Meneses tók til sinna ráða og skoraði tvennu undir lokin. Í heildina voru fimm mörk skoruð á síðustu tíu mínútum leiksins. Lokatölur 4-3 fyrir Leikni.

Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum í íslenska boltanum þessa stundina en því var deilt á samfélagsmiðlinum Twitter að á að rúmlega 100 manns voru samankomnir í Fjarðabyggðarhöllinni til að horfa á leikinn. Það væri brot á samkomubannsreglum, en Leiknismenn segja þetta ekki rétt.

„Hið rétta er svo það komi fram að það voru tveir frá Grindavík, tveir sóttvarnarfulltrúar, fimm gæslumenn, tveir myndatökumenn, tveir frá fjölmiðlum, einn leikmaður og níu stjórnarmenn eða því tengt," segir sóttvarnarfulltrúi Leiknis.

Þegar kemur að fótboltaleikjum á Íslandi má hvort félag hafa tíu áhorfendur á hverjum leik en þar gæti verið um að ræða stjórnarmenn, leikmenn utan hóps eða aðra aðila sem félög telja að þurfi að sjá umræddan leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner