Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. ágúst 2022 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fer yfir málin með Nunez á morgun - „Hann mun læra af þessu"
Nunez gengur af velli í kvöld.
Nunez gengur af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ætla að ræða við Darwin Nunez á morgun og mun hann þá fara vel yfir málin með sóknarmanninum.

Nunez fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik, það var mjög heimskulegt hjá honum.

„Ég get ekki neitað því að þetta var rautt spjald," sagði Klopp eftir leik.

„Ég mun leyfa honum að vera í friði í kvöld og svo munum við ræða málin á morgun."

Nunez var keyptur til Liverpool frá Benfica fyrir mikla fjárhæð fyrir tímabilið. Hann verður að læra af þessu.

„Við verðum að taka utan um hann og halda áfram. Hann mun læra af þessu. Góð lið takast á við vonbrigði og standa saman," sagði James Milner, reynsluboltinn í liði Liverpool, eftir leikinn í kvöld.

Nunez verður að læra af þessu því hann skildi liðsfélaga sína eftir í vondum málum í kvöld og er það ekki boðlegt.
Athugasemdir
banner
banner