Verður ekki með gegn Man Utd
Sóknarmaðurinn Darwin Nunez verður ekki með Liverpool gegn Manchester United næsta mánudagskvöld.
Það er nefnilega búið að reka Nunez af velli gegn Crystal Palace. Hann fékk rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, miðvörð Palace.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hérna.
Andersen vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, hann náði aðeins að æsa upp í Nunez og veiddi hann út af.
Liverpool festi í sumar kaup á Nunez frá Benfica. Kaupverðið á honum gæti farið upp í 100 milljónir evra. Hann byrjaði á því að leggja upp og skora gegn Fulham, en hann fann sig ekki alveg nægilega vel í þessum leik og var svo nappaður í gildru sem hann féll beint ofan í.
📸 - RED CARD DARWIN NUNEZ FOR A HEADBUTT! pic.twitter.com/akAPMnLxki
— 𝐀𝐅𝐂 𝐀𝐉𝐀𝐗 💎 (@TheEuropeanLad) August 15, 2022
Athugasemdir