Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 15:55
Elvar Geir Magnússon
Kampakátur Mourinho pantaði 60 pizzur
Jose Mourinho er í stuði.
Jose Mourinho er í stuði.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma, verðlaunaði leikmenn sína og starfslið eftir sigurinn gegn Salernitana í fyrstu umferð um helgina með því að panta 60 pizzur.

Bryan Cristante skoraði sigurmarkið í Salerno og Paulo Dybala, sem kom frá Juventus í sumar, átti flotta frumraun.

Sigrinum var svo fagnað með pizzuveislu í boði Mourinho.

Roma hefur verið að gera spennandi hluti á leikmannamarkaðnum en auk Dybala fékk félagið Nemanja Matic einnig á frjálsri sölu. Þá kom Georginio Wijnaldum á láni frá PSG.

Sagt er að Roma ætli næst að fá Andrea Belotti en hann er án félags.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner