Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Honum var ögrað en svona hegðum við okkur ekki
Klopp og Darwin Nunez.
Klopp og Darwin Nunez.
Mynd: EPA
„Við byrjuðum þetta nákvæmlega eins og við vildum," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace í kvöld.

Liverpool var með mikla yfirburði í fyrri hálfleik en lenti undir þegar Wilfried Zaha skoraði.

„Við vorum óheppnir. Leikplanið hjá Palace var auðvitað að vera með fimm til baka, að vera með menn fyrir aftan boltann og sækja hratt. Það er erfitt að eiga við hraðann sem Zaha býr yfir."

Darwin Nunez fékk að líta rauða spjaldið í seinni hálfleik, það var mjög heimskulegt hjá honum.

„Við byrjuðum vel í seinni hálfleik en það var erfitt að fá rauða spjaldið. Auðvitað var þetta rautt spjald; honum var ögrað en svona hegðum við okkur ekki."

„Við lögðum mikið á okkur með tíu menn inn á vellinum. Ég er stoltur af liðinu," sagði Klopp en Liverpool er með tvö stig eftir tvo leiki. Ekki byrjunin sem þeir vildu en það er nóg eftir af þessu móti.

„Við erum að lenda í mörgum meiðslum og það er erfitt. Við verðum að reyna að fá menn til baka í vikunni, en ég veit ekki hvort það er mögulegt. Darwin er núna líka frá og það hjálpar ekki, en kannski kemur Bobby (Firmino) til baka. Við sjáum til."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner