Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 15. ágúst 2022 12:15
Fótbolti.net
Líkleg byrjunarlið í stórleiknum - Byrjar Danijel gegn uppeldisfélaginu?
DDD
DDD
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður Ísak með í kvöld?
Verður Ísak með í kvöld?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristinn skoraði þriðja mark Blika í fyrri leik liðanna á tímabilinu.
Kristinn skoraði þriðja mark Blika í fyrri leik liðanna á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld, klukkan 19:15, hefst leikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla. Um toppbaráttuslag er að ræða, Breiðablik er átta stigum á undan Víkingi fyrir leikinn en Víkingur á leik til góða. Víkingur varð Íslandsmeistari eftir æsispennandi lokaumferðir á síðasta tímabili.

Leikurinn í kvöld fer fram á Kópavogsvelli. Liðin hafa einungis mæst einu sinni í keppnisleik á vellinum síðan Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Breiðabliki fyrir tímabilið 2020.

Sá leikur endaði með 4-0 sigri á síðasta tímabili. Fyrr á þessu tímabili mættust liðin á Víkingsvelli og þá vann Breiðablik 0-3 sigur. Liðin hafa síðustu þrjú tímabil mæst fimm sinnum, tvisvar hefur Víkingur unnið og þrisvar hefur Breiðablik unnið.

Hér að neðan má sjá líkleg byrjunarlið liðanna í kvöld.

Fótbolti.net spáir því að þrjár breytingar verði á liði Breiðabliks frá því liði sem byrjaði gegn Istanbul Basaksehir á fimmtudag. Davíð Ingvarsson, Oliver Sigurjónsson og Viktor Örn Margeirsson kæmu þá inn fyrir Omar Sowe, Andra Rafn Yeoman og Mikkel Qvist. Ísak Snær Þorvaldsson er tæpur og er óvíst með hans þátttöku.


Fótbolti.net spáir því að tvær breytingar verði á liði Víkings frá því sem byrjaði gegn Lech Poznan á fimmtudag. Danijel Dejan Djuric og Davíð Örn Atlason kæmu inn fyrir Helga Guðjónsson og Loga Tómasson. Danijel er uppalinn í Breiðabliki.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner