Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 15. ágúst 2022 17:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja Mendy vera villidýr - Hafi læst konur inni og nauðgað þeim
Benjamin Mendy.
Benjamin Mendy.
Mynd: Getty Images
Fyrsti dagur í réttarhöldum í máli franska fótboltamannsins Benjamin Mendy fóru fram í dag.

Mendy hefur verið kærður fyrir átta nauðganir, eitt kynferðisbrot og eina tilraun til nauðgunar gegn sjö mismunandi konum.

Hann og vinur hans, hinn 41 árs gamli Louis Saha Matturie sem er einnig ákærður í málinu, neita báðir sök.

Í réttarsalnum í dag var Mendy lýst sem „villidýri". Ákæruvaldið sagði frá því að Mendy og vinur hans hefðu unnið markvisst saman að því að finna ungar konur sem þeir gætu nauðgað og brotið á kynferðislega á heimili Mendy í Cheshire. Þetta hafi orðið að eins konar leik fyrir þá, að konur séu ekkert nema bara hlutir í þeirra augum.

Heimili Mendy er mjög einangrað en næst þorp er í um 15 mínútna göngufjarlægð.

Tvær af konunum segja frá því að Mendy hafi læst þær inni í sérstöku öryggisherbergi á meðan hann braut á þeim kynferðislega. Herbergin hafi verið læst innan frá og aðeins Mendy hafi vitað hvernig ætti að opna þau.

Það er búist við því að réttarhöldin muni standa yfir í um þrjá mánuði.

Englandsmeistarar Manchester City keyptu Mendy frá Mónakó fyrir 52 milljónir punda í júlí 2017. Hann var settur í bann hjá félaginu þegar þessi mál komust í sviðsljósið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner