Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 15. ágúst 2022 11:36
Elvar Geir Magnússon
Var með hljóðnema þegar hann dæmdi leik KR og FH 1991
Mynd: Skjáskot/Youtube
„Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR - FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jó og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum," skrifaði Gunnlaugur Jónsson á Twitter þar sem hann vekur athygli á myndskeiði úr þætti á Stöð 2 árið 1991.

Gísli Guðmundsson dæmdi leik KR og FH í Frostaskjóli og var með hljóðnema. Hann hafði í nægu að snúast og í viðtali við Heimi Karlsson að leik loknum kvartaði hann meðal annars yfir drykkjulátum í stúkunni. Ungir áhorfendur gerðu aðsúg að honum eftir lokaflautið.

Atli Eðvaldsson, Ólafur Kristjánsson og Hörður Magnússon fengu allir að líta gula spjaldið í leiknum en mörg þekkt nöfn koma við sögu í myndskeiðinu, Smelltu hér til að sjá leikskýrsluna.

Þetta var í fyrsta sinn hér á landi sem hljóðnemi var settur á dómara en það var síðan endurtekið 1992 í leik Vals og ÍA en margir lesendur hafa væntanlega séð það fræga myndskeið.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner