Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   fim 15. ágúst 2024 21:51
Matthías Freyr Matthíasson
Halldór Árna: Þetta er örugglega allt hárrétt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu og vera hluti af þessari liðsheild og þessari baráttu og karakter sem strákarnir sýndu í dag. Hrikalega skemmtilegur leikur, hraður og fjörugur og við á endanum vorum ofan á og förum glaðir héðan með þrjú stig" sagði glaður Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 0 - 2 sigur á Val í kvöld. 


Lestu um leikinn: Valur 0 -  2 Breiðablik

„Gylfi býr í tvígang dauðafæri snemma í leiknum þar sem hann setur menn í gegn á split second og Anton Ari gerir hrikalega vel að koma í veg fyrir að við lendum undir en eftir það fannst mér við vera líklegri til að skora og markið liggja í loftinu þegar við skorum eftir hornið og ennþá frekar þegar við skorum tvö - núll. Þá vorum við búnir að liggja á þeim allan seinni hálfleikinn. 

Það átti sér stað atvik á 61. mínútu leiks þegar Davíð Ingvars var tekinn niður inn í teig Valsmanna. Hvernig horfði það atvik við þér, átti að dæma vítaspyrnu?

„Ég er ekki búinn að sjá það. Æi ég eyddi of miklum tíma í dómgæslu síðast. Þetta er örugglega allt hárrétt" sagði Halldór og glotti.

Nánar er rætt við Halldór hér að ofan. Meðal annars um toppbaráttuna við Víkinga. 


Athugasemdir
banner
banner